Hér er verk eftir Leonhard Thuresser zum Thurn (Basel 1531-1596) Cologne. Leonhard var mjög áberandi og vinsæll á 16 öld. Hann rak m.a. sína eigin prentsmiðju og gaf út Astrolabe í tengslum við fræga bók sína, Arghidoxia. Hér sjáum við Merkur, Venus, Júpiter og Saturnus með færanlegum skífum sem fylgja hreyfingum himintunglanna.
Stjörnukort sem á að tákna fyrsta daginn sem veröldin var sköpuð eftir William Parron´s Liber de Optimo fato herici eboraci ducis et optimorum ipus parentum, (England London), c. 1502-1503.
Kort frá Kepler þar sem hann er að vinna með kenningar Copenicusar um hringrásir himintunglanna og afstöður þeirra á milli. Þessi mynd er úr annari útgáfu af bókinni Mysterium Cosmographicum frá árinu 1621.
Þessi mynd er tákn fyrir ágúst mánuð og er frá árinu 1412-16 eftir Pol og Hermann de Limbourg. Hér sjáum við fína fólkið spóka sig í sumarhitanum.
Það er ekki vitað nákvæmlega frá hvaða tíma eða ári þessi mynd er, en hún er talin marka tímamót og upphaf feðraveldis Gyðinga.
Mynd af himintunglunum unnið eftir svokölluðu Ptolimic kerfi myndin er unnin af portúgalska stjörnuspekingnum Bartolomeu Velho og er frá árinu 1568.
Hér er Íslömsk túlkun á stjörnukorti frá 1394. Þetta er fæðingarkort Iskandar prins sem var barnabarn Tamurlande frá Persíu.