Kl.. 17.33 gmt í dag 20 mars 2010 fer Sólin yfir miðbaug og í hrútsmerkið. Enn ein hringrás á enda og ný að hefjast. Í dag hefst nýtt stjörnuár og astrologar halda upp á Alþjóða Astrologíu daginn (Intenational Astrology day) í dag höldum uppi heiðri elstu og umdeildustu vísindagrein sögunar.
Í dag er jörðin í fullkomnu jafnvægi þegar Sólin verður við miðbaug þannig að kl. 17.33 GMT eigum við að geta látið egg standa af sjálfu sér. Þaðan er hefðin fyrir páskaegginu komin. Um allar aldir hefur mannkyn haldið þennan dag hátíðlegan og víða flokkast þessi dagur sem þjóðhátíðardagur eins og t.d. í Japan og fleirri stöðum. Á þeim tímum þegar mannkyn var í takt við náttúruna héldu allir upp á þennan dag þegar upprisa Sólar hófst, ný orka, ný hringrás Sólar um Dýrahringinn með ný tækifæri til að þróast og þroskast.
Þegar ég byrjaði að blogga á sínum tíma var bloggið hluti af námsverkefni sem ég var að vinna í um astrologíu og fjölmiðlun. Það var ekki auðvelt fyrir mig að blogga um þetta viðkvæma málefni í landi sem á sér ekki neina hefð eða sögu um astrologíu, ég held að Ísland sé eitt af fáum löndum í veröldinni sem ekki er til neitt skráð eða skrifað um frum eða miðaldar astrologíu, ég er samt viss um að það er til einhverstaðar, ég hef bara ekki fundið það enn.
Mig langar að kynna hér alvöru astrologíu og reyna í stórum dráttum að fylgja plánetunum um Dýrahringinn og eilífa hringrás himintunglanna og hugsanleg áhrif þeirra á okkur og umhverfið.