Pages

Tuesday, April 6, 2010

Hafa Pláneturnar og Tunglið einhver áhrif á hegðun eldgosa?

(Þessa frábæru mynd tók Albert Jakobsson)

 Ég hef tekið eftir því að þegar Tunglið myndar afstöður á vissar plánetur og skiptir um stjörnumerki hafa fjölmiðlar birt og sagt okkur fréttir af breyttri hegðun gossins sem hafa á einhvern hátt, verið í takt við pláneturnar.

Ég verða að viðurkenna að mér finnst þetta hálf ótrúlegt þótt ég viti að allt líf hér á Jörðu tengist einhvers konar samspili með hinum plánetunum í Vetrarbrautinni. Þegar tunglið fór t.d. í bogmannsmerkið sem er herskað af Júpiter sem táknar m.a. þennslu bárust okkur fréttir af því að aukin virkni væri í gosinu og að eldstrókarnir teigðu sig hátt upp í loftið. Þegar Tunglið myndaði afstöðu á Vestu (eldur) og Mars (eldur og sprengingar) bárust okkur fréttir af aukinni virkni sprengingum í gosinu og svona get ég lengi talið. Ég veit ekki til þess að nokkur astrologer hafi gert rannsókn á hegðun eldgosa miðað við tungl og plánetustöður en nokkrir hafa gert rannsóknir á Jarðskjálftum.

Þegar gosið hófst á Vorjafndægrum 20.03..2010 var mikill eldur í kortunum Sólin (eldur) fór í hrútsmerkið (eldur) Mars (eldur) var í ljónsmerkinu (eldur) og ég get haldið áfram..en þegar gosið hófst var Vesta sem er í goðafræðum og astrologíu táknið fyrir eld í framvindu (transit) í samstöðu við Jupiter upp á gráðu á 22° í ljóni í stjörnukorti Íslands (1944) og það er augljóst að gosið hefur haft einhverskonar þensluáhif á okkur sem þjóð. Fréttir af gosinu fóru um allan heim og margir hafa hagnast fjárhagslega af gosinu, ferðamenn flykkjast til landsins, jarðvísindamenn eru í essinu sínu og svona má tína til alls konar staðreyndir sem tenjast því að gosið hafi haft jákvæð þennsluáhrif á okkur sem þjóð. Nú er spurningin hvort gosið breyti hegðun sinni þegar Vesta sem hefur verið í bakreifingu (Retrograde) breytir um stefnu og fer í beint flæði (station, direct) um hádegi í dag, 06.apríl, það verður spennandi að sjá hvort og hvernig þessi breyting á eftir að virka. Á gosið eftir að aukast og fara í mikla þennslu? ( Vesta verður aftur í nákvæmri samstöðu við Júpiter á 22° í ljónsmerkinu í Islandskortinu frá 17-25 apríl 2010) og hvort sem gosið á eftir að breytast eða ekki þá held ég að þau sem geta “nýtt” sér gosið á jákvæðan hátt t.d með aukinni ferðamennsku gætu hagnast vel.