Í dag heiðrum við Móur Jörð og þökkum gjafir hennar.
Á norður heimskauti fagna menn vorinu og á suður heimskauti fagna menn haustinu en á Íslandi er haldið upp á sumardaginn fyrsta samkvæmt fornum sið frá þeim tímum þegar árstíðir voru aðeins tvær, sumar og vetur.
Af hverju ætli þessi siður hafi lifað hérna á Íslandi? Mér finnst nú hálf hallærislegt að vera að bjóða hvort öðru gleðilegs sumars á þessum fallega kalda vordegi þegar nátúran er varla vöknuð og vorið er rétt að byrja.
Ég ætla að bíða með að bjóða þjóð minni og öðrum hér á norðurhveli jarðar glegðilegs sumars sem lið í því að lifa í raunverulekanum eins og hann er, Gleðilegan Vordag og megi þessi fallegi dagur sem og allir aðrir dagar vera hamingjuríkur og góður.
Samkvæmt tímakerfi sem við lifum eftir núna UT Universal Time er sumardagurinn fyristi 21 júní þá eru Sumar Sólstöður og fyrsti dagur sumars.