Wednesday, April 14, 2010
Nýtt Tungl í Hrútsmerkinu 14.04.2010 Frumkvæði og Hugrekki.
Kl. 12.30 í dag var Nýtt Tungl á 24°27” í hrútsmerkinu. Fyrsta Nýja Tunglið eftir Vorjafndægur er oft kallað “hugrekkistunglið” Nýtt Tungl í hrútsmerkinu táknar tilfinningalegt frumkvæði, kjark, hugrekki, og djörfung til að taka sig saman í andlitinu og gera það sem þarf að gera til að okkar eigið sjálf fái að njóta sín. (eigið sjálf er ekki það sama og egóið). Þetta er rétti tíminn til sjálfskoðunar núna er rétti tíminn til að spyrja sjálfan sig hvort það sé eithvað í okkar eigin sjálfi sem stendur í vegi fyrir því að við erum ekki að leyfa okkar innsta sjálfi að njóta sín. Þetta Tungl er rétta orkan og staðan þar sem það verður auðvelt að taka frumkvæði og breyta tilfinningalegum mynstrum sem við nennum ekki að dröslast með fram að næsta nýja hugrekkistungli eftir eitt ár.