Pages

Wednesday, April 28, 2010

Fullt tungl í sporðdreka 28.04.2010 "upprisan úr öskunni"

Í dag kl. 12.20 GMT verður fullt tungl á átta gráðum í sporðdrekamerkinu. Táknfræðin fyrir áttundu gráðu í sporðdrekamerkinu er “fuglar sem hefja sig til flugs” og það er einmitt túlkunin á núverandi fulla tungli. Sporðdrekaorkan táknar umbreytingar og nú er rétti tíminn til að rísa upp úr öskunni eins og fuglinn Fönix og "byrja upp á nýtt"

Núverandi fulla tungl er mjög sterkt, það eru margar sjaldgæfar og sérstakar plánetustöður núna sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér en það er mikil heilunarorka í kortunum núna og við erum flest öll að upplifa erfiða tíma og miklar umbreytingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Sporðdrekaorkan er m.a. tengd innsæi, undirmeðvitund og valdabaráttu og núna á þessu fulla tungli gætu margir upplifað eitthvað sem hefur verið "falið" bæði í jákvæðri merkingu og neikvæðri. Núna er rétti tíminn til að umbreyta því sem gagnast okkur ekki lengur, fljúga upp úr öskunni og láta innsæið leiðbeina okkur á vit nýrra tíma.