Hefur þú verið að upplifa seinagang og eða truflanir í tölvunni þinni undanfarið? Eða vandræði í tengslum við ferðalög eða póst og aðrar sendingar? Jamm.. þetta er allt eins og venjulega þegar Merkúr er retró, bara aðeins erfiðara og ýktara en það sem við höfum áður séð ...
Merkur fer í bakhreyfingu u.þ.b. fjórum sinnum á ári, bakhreyfing föruhnattar er sýndarhreyfing sem verður vegna afstöðu sólar á plánetu séð frá jörðu. Radio astronomar og aðrir sérfræðingar t.d. hjá NASA og margar aðrar vísindagreinar vita og geta sýnt fram á svart á hvítu að vissar plánetuafstöður og retró Merkúr hafa truflandi áhrif á rafmagn, fjarskipti og fjarskiptabúnað. Truflanir og alls konar uppákomur í samgöngum eru tíðari á retro Merkúr tímabilum sérstaklega í flugsamgöngum. Tölur og skýrslur sýna að það eru tíðari seinkanir á flugi á retró Merkúr tímabilum oftast vegna truflana í tölvukerfum, þá er líka áberandi meira um týndan farangur.
Merkúr er túlkaður í goðafræðum sem vængjaði guðinn, sendiboðinn (The Messenger), en í astrologíu táknar hann hugann, tjáningu og fl. Þegar Merkúr fer í bakhreyfingu breytist orkan, það er eins og við "bökkum" aftur í tímann, við endurupplifum aðstæður, hugsanir og tjáningamynstur (Merkúr). Nú er rétti tíminn til að vinna í skugganum og endurskoða hugsanir og tjáningu sem tengjast öryggi okkar og lífsstíl (Merkúr retró í nauti). Endurskoða hugsanir sem við settum í skuggann og tjáningu sem er enn í skugganum. Í skugganum leynast líka hæfileikar, hugmyndir og margt fleirra gott og jákvætt sem hefur "lent" í skugga af einhverjum ástæðum, t.d. vantrú á okkur sjálfum, öryggi og þarfir annara í fyrirrúmi, þjóðfélags eða fjölskyldu aðstæður, eða bara í versta falli "af gömlum vana".
Þegar seinna gosið byrjaði 14. apríl í Eyjafjallajökli var Merkúr í kyrrstöðu á 11 gráðum í nauti og komin í sterka virkni, bakhreyfingin byrjaði 18. apríl og við vitum öll hvaða áhrif gosið hafði á flugsamgöngur um allan heim. Merkúr verður retró þar til 11. maí. Astrologar vita að þessi retrostaða er efiðari en oft áður. Það eru svo margar sjaldgæfar og sterkar plánetuafstöður núna. Ég ætla ekki að fara í faglegar túlkanir, en hér er linkur á frábæra grein eftir Robert Blaschkle í Mountainastrologer.com. Hér útskýrir Robert tengslin við síendurteknar alþjóða fjármálakreppur og endurtekinn vandræðagang hjá Goldman Sacks á retró Merkúr í nauti tímabilum og áhrif flugbanns í Evrópu vegna eldgosa í Eyjafjallajökli.