Tunglið er í bogmannsmerkinu núna, (uppáhalds tunglstaðan mín), tilfinningaleg þennsla er kjörorð Lúnu gömlu í bogmannsmerkinu. Allar tilfinningar fara í þennslu, bæði jákvæðar og neikvæðar. Boginn og örvarnar eru í “þínum höndum” og sem betur fer höfum við frjálsan vilja og hæfileika til að ákveða hvernig okkur líður og hvert við beinum “örvum” okkar. Bjartsýni, gleði og allar jákvæðar tilfinningar hitta beint í mark í dag. Stífni og þvermóðska, neikvæða hliðin af bogmannsorkunni heftir bjartsýni og þennslu.
Í kvöld myndar tunglið hagstæðar afstöður á kærleiksgyðjuna Venus og sjávarguðinn Neptúnus, kærleikur og innsæi (Neptúnus) verður þema kvöldsins og þörfin fyrir samveru með fjölskyldu og ástvinum verður sterk í kvöld. Kl. 01.58 í nótt fer tunglið í steingeitarmerkið og "alvara lífsins" tekur við.