Það er hjartagyðjan Vesta sem fær heiðurinn af síðustu plánetuafstöðunni á fulla ofurtunglið sem toppaði núna kl. tíu mínútur yfir sex í kvöld. Tungl Vesta afstaðan er mjög hagstæð núna og það verður auðveldara að fylla hjartað af ljósinu sem tunglið varpar til okkar og birtir upp “skugga” í hjörtum okkar og umhverfi.
Klukkan átta í kvöld fer tunglið í vogarmerkið og þörfin fyrir tilfinningalegt jafnvægi eykst, við erum tilfinningalega næmari þegar tunglið er í vogarmerkinu, sérstaklega gagnvart mökum okkar og nánum samstarfsaðilum. Ef hjónabönd eða náin sambönd eru í spennu núna þá er kvöldið ekki rétti tíminn til að "ræða málin", því stríðsguðinn Mars er í spennuafstöðu á hjónabandsgyðjuna Júnó og Sólin er í þéttri samstöðu við Úranus í hrútsmerkinu, reiði eða aðrar óvæntar uppákomur bæði jákvæðar og neikvæðar gætu "flotið" upp á yfirborðið.
Elskum hvort annað og njótum fulla ofurtunglsins.