Pages

Sunday, June 10, 2012

UAC alþjóða ráðstefna stjörnuspekinga í New Orleans 24-29.05.2012.

Þann 24-30.05 2012. var haldin alþjóða ráðstefna stjörnuspekinga í New Orleans þar sem rúmlega 1500 professional stjörnuspekingar frá 30 löndum söfnuðust saman til að deila reynslu sinni, rannsóknum og til að sækja fyrirlestra og kennslu hjá mörgum af færustu stjörnuspekingum í veröldinni.
  
uac postcards UAC Postcards (póstkort frá ráðstefnunni) er bloggsíða sem var stofnuð fyrir okkur sem gátum ekki verið með á ráðstefnunni og auðvita einnig fyrir alla sem hafa áhuga á stjörnuspeki og langar að fylgjast með því sem við erum að géra.  Ég gat því miður ekki farið á ráðstefnuna að þessu sinni, en mér var boðið að vera með Þessum frábæra hóp sem sá um UAC Postcards síðuna. Það var sárabót og reynsla í markaðsfræðum fyrir mig.  Allir sem hafa áhuga á stjörnuspeki ættu að fylgjast með næstu daga, það á örugglega eftir að koma eithvað meira spennandi efni frá ráðstefnunni.
 
Ráðstefnan hefur fengið töluverða fjölmiðlaumfjöllun víðs vegar um heiminn.  Kínverjar sendu m.a. fréttamann frá Kína, en þar hefur áhugi fyrir vestrænni stjörnuspeki aukist mjög mikið á síðustu árum. Hér er frétt frá Rauters  um ráðstefnuna og hér er frétt frá Associated Press.  Hér fyrir neðan er myndband frá FOX Fréttastofunni.