Pages

Sunday, June 10, 2012

Stjörnuspekingar spá Obama endurkjöri í forsetakosningum í haust.


Það er orðin föst venja á UAC (United Astrologers Conference) alþjóða ráðsefnu stjörnuspekinga sem haldin er á fjögura ára fresti að enda ráðstefnuna með því að færustu stjörnuspekingar sameinast og spá um úrslit forsetakosninga í bandaríkjunum sem einnig er haldin á fjögura ára fresti.

Að þessu sinni og eins og venjulega voru topp- stjörnuspekingar í nefndinni (Presidential Panel). Raymond Merriman stjórnaði fundinum, Raymond var stjórnarformaður í mörg ár hjá ISAR (International Society for Astrological Research). Raymond er viðskiptafræðingur og einn af fáum og færustu verðbréfastjörnuspekingum í heimi. (Raymond er Gúrúinn minn og kennari í verðbréfastjörnuspeki).
Í nefndinni voru, Criss Brennan, Gary Christen, Nina Gryphon, Edith Hathaway, Sandra Leigh- Serio, og Claude Wiess frá Sviss (sem einnig er einn af kennurum mínum í verðbréfastjörnuspeki). Hér eru   nánari upplýsingar um nefndina og myndband frá ráðsternunni sem ég ráðlegg öllum stjörnuspekinemum að skoða, hljóðgæðin eru slæm en hér er fullt af aðferðum og tækni sem þau nota til að spá fyrir um úrslitin.

UAC Presdential Panel hefur á síðustu árum fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum, enda hafa þau alltaf spáð rétt og eiga alla athygli sannarlega skilið.Þau voru m.a. búin að spá fyrir um vandræði með talningu atkvæða sem var árið 2000 og þau spá einnig vandræðum í næstu kosningum. Hér er brot af greinum sem voru birtar í fjölmiðlum eftir ráðstefnuna.

Frétt frá Rauters.  Astrologers say celestial charts favor Obama over Romney.

Frétt og myndband frá USA  Today. Astrologers predict outcome in presidential race.