Pages

Monday, March 14, 2011

Mars í spennuafstöðu á Saturn - "heft" framkvæmdarorka og fyrirstöður.

Framkvæmdar og stríðsguðinn Mars er í spennuafstöðu á Saturn núna, (vaksandi 150° inconjunct) í astrólogíu og goðafræðum er Saturn guðinn sem kennir okkur á lífið m.a. í gegn um fyrirstöður Þessi afstaða virkar þannig að við gætum orðið yfir okkur upptekinn af framtaksleysi og sleni, okkar eigin eða annara (Mars í fiskamerkinu) eða föst í fórnarhlutverkinu í öllu mótlætinu (Saturnus í vogarmerkinu). Það má segja að þessi afstaða sé mjög virk hjá okkur á Íslandi í dag, allt flug hefur legið niðri og framkvæmdarorkan hefur verið “lömuð” hjá mörgum. Vegagerðin varar við ófærð um allt land og margir eru að upplifa fyristöður upp á heiðum og víðsvegar á vegum landsins sem eru smámunir miða við fyrirstöurnar sem t.d. fólkið í Japan og Libýu eru að upplifa núna.

En jákvæðu fréttinar eru þær að við ráðum því sjálf hvernig okkur líður og ef þú hefur verið að upplifa slen og mótlæti undanfarið, þá er rétta orkan núna og næstu daga til finna nýjar leiðir til að bregðast við mótlæti og framkvæmdarleysi.  Mars er í fiskamerkinu núna og framkvæmdarorkan er almennt ekki sterk. Núna er rétti tíminn til að taka frumkvæði og finna farveg til að láta drauma okkar rætast. (Mars í fiskamerkinu) og ef við náum að finna jafnvægi og framkvæma af ábyrgð, virðingu og kærleik gagnvart okkur sjálfum og umhverfi okkar gétur okkur ekki mistekist (Saturn í vogarmerkinu).