Pages

Friday, June 15, 2012

Myndir af miðaldar stjörnukortum gömlu meistaranna.

 

Hér er verk eftir Leonhard Thuresser zum Thurn (Basel 1531-1596) Cologne.  Leonhard var mjög  áberandi og vinsæll á 16 öld.  Hann rak m.a. sína eigin prentsmiðju og gaf út Astrolabe í tengslum við fræga bók sína, Arghidoxia.  Hér sjáum við Merkur, Venus, Júpiter og Saturnus með færanlegum skífum sem fylgja hreyfingum himintunglanna.



Stjörnukort sem á að tákna fyrsta daginn sem veröldin var sköpuð eftir William Parron´s Liber de Optimo fato herici eboraci ducis et optimorum ipus parentum, (England London), c. 1502-1503.



Kort frá Kepler þar sem hann er að vinna með  kenningar Copenicusar um hringrásir himintunglanna og afstöður þeirra á milli. Þessi mynd er úr annari útgáfu af bókinni Mysterium Cosmographicum frá árinu 1621.




 

Táknfræði stjörnuspekinnar er heillandi heimur og úr þessari litlu mynd er hægt að lesa mikið, hér eru 5 hringir og úr hverjum hring má lesa heilu sögurnar.  þessi mynd er á Medici safninu í Florence og er frá 16. öld.



Þessi mynd er tákn fyrir ágúst mánuð og er frá árinu 1412-16 eftir Pol og Hermann de Limbourg. Hér sjáum við fína fólkið spóka sig í sumarhitanum.



Það er ekki vitað nákvæmlega frá hvaða tíma eða ári þessi mynd er, en hún er talin marka tímamót og upphaf feðraveldis Gyðinga.



Mynd af himintunglunum unnið eftir svokölluðu Ptolimic kerfi myndin er unnin af portúgalska stjörnuspekingnum Bartolomeu Velho og er frá árinu 1568.



Hér er Íslömsk túlkun á stjörnukorti frá 1394. Þetta er fæðingarkort Iskandar prins sem var barnabarn  Tamurlande frá Persíu.

                                                                                                                                      
                                                                                                                                

Tuesday, June 12, 2012

Þróun í stjörnuspeki og rannsóknum, viðtal við David Cochrane, Steven Forrest og Gisele Terry


Áhugavert viðtal sem KellyLee Phipps  stjörnuspekingur og stjarneðlisfræðingur tók á nýafstaðinni alþjóða ráðstefnu stjörnuspekinga UAC United Astrologers Conference) sem haldin var í New Orleans dagana 24-29.05.2012.  Hér er viðtal við Steven Forrest sem er öllum stjörnuspekingum og stjörnuspeki nemum kunnugur fyrir sérstaka túlkun sína á þróunnar-stjörnuspeki. David Cockrane er vísindamaður, tölvunarfræðingur og stjörnuspekingur sem er þekktur fyrir rannsókir sínar í stjörnuspeki og hönnun á Kepler Software sem er stjörnuspeki hugbúnaður fyrir rannsóknir og Gisele Terry sem er stjórnarformaður ISAR (international Society for Astrological Research) og sálfræðingur.

Vitneskja um stjörnuspeki hefur verið okkur hulin, slitin úr samhengi og týnd í allt of mörg ár og aldir og stjörnuspekingar hafa af mörgum ástæðum einangrast með vitneskju sína og aðferðir, en á síðustu áratugum og með tilkomu netsins hefur orðið bylting í stjörnuspeki. Tölvutæknin hefur opnað nýja veröld fyrir okkur, það hefur opnað möguleikann á að deila gögnum, uppgötvunum, rannsóknum og sameina margþættar aðferðir og tækni stjörnuspekinar.






Sunday, June 10, 2012

Stjörnuspekingar spá Obama endurkjöri í forsetakosningum í haust.


Það er orðin föst venja á UAC (United Astrologers Conference) alþjóða ráðsefnu stjörnuspekinga sem haldin er á fjögura ára fresti að enda ráðstefnuna með því að færustu stjörnuspekingar sameinast og spá um úrslit forsetakosninga í bandaríkjunum sem einnig er haldin á fjögura ára fresti.

Að þessu sinni og eins og venjulega voru topp- stjörnuspekingar í nefndinni (Presidential Panel). Raymond Merriman stjórnaði fundinum, Raymond var stjórnarformaður í mörg ár hjá ISAR (International Society for Astrological Research). Raymond er viðskiptafræðingur og einn af fáum og færustu verðbréfastjörnuspekingum í heimi. (Raymond er Gúrúinn minn og kennari í verðbréfastjörnuspeki).
Í nefndinni voru, Criss Brennan, Gary Christen, Nina Gryphon, Edith Hathaway, Sandra Leigh- Serio, og Claude Wiess frá Sviss (sem einnig er einn af kennurum mínum í verðbréfastjörnuspeki). Hér eru   nánari upplýsingar um nefndina og myndband frá ráðsternunni sem ég ráðlegg öllum stjörnuspekinemum að skoða, hljóðgæðin eru slæm en hér er fullt af aðferðum og tækni sem þau nota til að spá fyrir um úrslitin.

UAC Presdential Panel hefur á síðustu árum fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum, enda hafa þau alltaf spáð rétt og eiga alla athygli sannarlega skilið.Þau voru m.a. búin að spá fyrir um vandræði með talningu atkvæða sem var árið 2000 og þau spá einnig vandræðum í næstu kosningum. Hér er brot af greinum sem voru birtar í fjölmiðlum eftir ráðstefnuna.

Frétt frá Rauters.  Astrologers say celestial charts favor Obama over Romney.

Frétt og myndband frá USA  Today. Astrologers predict outcome in presidential race.

Yfir 20 útvarpsviðtöl frá UAC 2012. frá Eric Fransis hjá Planet Waves FM.

Hér er linkur á yfir 20 frábær útvarpsviðtöl sem Erik Frances hjá Planet waves FM tók við fyrirlesara á alþjóða ráðstefnu stjörnuspekinga sem haldin var í New Orleans 24-29.05.2012.  
Hér er að finna m.a. viðtöl við Ravi Shanker Joshula frá Indlandi sem talar um vestræna og vediska stjörnuspeki. James Rogers geðlæknir og stjörnuspekingur talar um stjörnuspeki og geðlækningar, þarna er líka viðtal við David Tresemer sálfræðing og stjörnuspeking og fullt af öðrum spennandi viðtölum :)
 

UAC alþjóða ráðstefna stjörnuspekinga í New Orleans 24-29.05.2012.

Þann 24-30.05 2012. var haldin alþjóða ráðstefna stjörnuspekinga í New Orleans þar sem rúmlega 1500 professional stjörnuspekingar frá 30 löndum söfnuðust saman til að deila reynslu sinni, rannsóknum og til að sækja fyrirlestra og kennslu hjá mörgum af færustu stjörnuspekingum í veröldinni.
  
uac postcards UAC Postcards (póstkort frá ráðstefnunni) er bloggsíða sem var stofnuð fyrir okkur sem gátum ekki verið með á ráðstefnunni og auðvita einnig fyrir alla sem hafa áhuga á stjörnuspeki og langar að fylgjast með því sem við erum að géra.  Ég gat því miður ekki farið á ráðstefnuna að þessu sinni, en mér var boðið að vera með Þessum frábæra hóp sem sá um UAC Postcards síðuna. Það var sárabót og reynsla í markaðsfræðum fyrir mig.  Allir sem hafa áhuga á stjörnuspeki ættu að fylgjast með næstu daga, það á örugglega eftir að koma eithvað meira spennandi efni frá ráðstefnunni.
 
Ráðstefnan hefur fengið töluverða fjölmiðlaumfjöllun víðs vegar um heiminn.  Kínverjar sendu m.a. fréttamann frá Kína, en þar hefur áhugi fyrir vestrænni stjörnuspeki aukist mjög mikið á síðustu árum. Hér er frétt frá Rauters  um ráðstefnuna og hér er frétt frá Associated Press.  Hér fyrir neðan er myndband frá FOX Fréttastofunni.